Skip to content

Instantly share code, notes, and snippets.

Show Gist options
  • Select an option

  • Save Loknar/c24e6f737ca8aad1be02823defc2bb30 to your computer and use it in GitHub Desktop.

Select an option

Save Loknar/c24e6f737ca8aad1be02823defc2bb30 to your computer and use it in GitHub Desktop.
áhrif lagabreytingar um kílómetragjald 2025-2026 á eldsneytisverð

Breyting á opinberum gjöldum á eldsneyti komandi áramót (2025-2026)

Nú um áramótin tekur gildi lagabreyting er varðar innleiðingu kílómetragjalds á ökutæki, sjá feril þingmáls á althingi.is, og sjá vefslóð þar neðst á lagabreytinguna í heild.

Í liðunum "Gildistaka" og "Breytingar á öðrum lögum" má finna upplýsingar um breytingar á gjöldum sem ríkið innheimtir á hvern lítra af eldsneyti.

Eftirfarandi breytingar á lögum varða eldsneytisverðið:

við það fełlur út neðangreint

  • Fjárhæð olíugjalds skal vera 77,30 kr. á hvern lítra af olíu.

svo niðurfełling opinberra gjalda þar á dísillítrann er 77.3 krónur.

III. kafli laganna, Vörugjöld af eldsneyti, fellur brott, ásamt fyrirsögn.

við það fełlur út neðangreint

  • Greiða skal 34,55 kr. vörugjald af hverjum lítra af bensíni.
  • Auk vörugjalds skv. 14. gr. skal greiða sérstakt vörugjald, bensíngjald, af bensíni. Af blýlausu bensíni skal greiða 55,65 kr. af hverjum lítra og af öðru bensíni skal greiða 58,95 kr. af hverjum lítra.

almennt er bensín í dag iðulega blýlaust svo hér erum við í megindráttum að tala um niðurfełlingum ríkisgjalda um

34.55 + 55.65 = 90.2

90.2 krónur per bensínlítra (blýlaust).

Í stað „21,40 kr.“, „18,60 kr.“, „26,20 kr.“ og „23,25 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 28,30 kr.; 24,25 kr.; 33,10 kr.; og: 28,45 kr.

eða ef við útbúum diff:

- Fjárhæð kolefnisgjalds skal vera 21,40 kr. á hvern lítra af gas- og dísilolíu, 18,60 kr. á hvern lítra af bensíni, 26,20 kr. á hvert kílógramm af brennsluolíu og 23,25 kr. á hvert kílógramm af jarðolíugasi og öðru loftkenndu kolvatnsefni.
+ Fjárhæð kolefnisgjalds skal vera 28,30 kr. á hvern lítra af gas- og dísilolíu, 24,25 kr. á hvern lítra af bensíni, 33,10 kr. á hvert kílógramm af brennsluolíu og 28,45 kr. á hvert kílógramm af jarðolíugasi og öðru loftkenndu kolvatnsefni.

þarna verða eftirfarandi breytingar á opinberum gjöldum

24.25 - 18.60 = 5.65

5.65 krónur hækkun á bensínlítrann

28.30 - 21.40 = 6.9

6.9 krónur hækkun á dísillítrann

...

Samtals breytingar á álögum á eldsneyti

Samtals erum við því að tala um eftirfarandi breytingar á opinberum gjöldum, lækkun á bensínlítrann um 90.2 - 5.65 = 84.55 84.55 krónur, og lækkun á dísillítrann um 77.3 - 6.9 = 70.4 70.4 krónur

VSK?

er virðisaukaskatturinn á eldsneyti ekki reiknaður af heildarupphæðinni? ég veit ekki betur? minn fáfróði haus segir að svo sé, eða fer ég með fleipur?

þá tútna ofangreindar tölur væntanlega sem því nemur

bensín: 84.55 * 1.24 = 104.842

dísiłl: 70.4 * 1.24 = 87.296
Sign up for free to join this conversation on GitHub. Already have an account? Sign in to comment